Nordic Training er fjölskyldurekin líkamsræktarstöð í hjarta Njarðvíkur.


Eigendur hennar eru feðgarnir þeir Sindri Freyr Arnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Arnar Einarsson.

Hægt er að kaupa aðgang að stöðinni hér á vefsíðunni.
Líkamsræktarstöðin er staðsett í Njarðvík, Holtsgötu 52

Opið allan sólarhringinn

SINDRI FREYR ARNARSSON


Keppir fyrir keppnislið Massa í kraft- og ólympískum lyftingum. Margir af iðkendum hans hafa hlotið Íslandsmeistaratitla, sett Íslandsmet og persónulegar bætingar.

Hann sjálfur hefur stundað kraftlyftingar frá árinu 2009 og þjálfað kraft- og ólympískar lyftingar síðan árið 2015. Hann hefur öðlast mikla reynslu og þekkingu í gegnum ferilinn, sett mörg Íslandsmet og einnig lokið Þjálfarastigi 1 hjá Íþróttasambandi Íslands og Kraftlyftinganámskeið 1 hjá Kraftlyftingasambandi Íslands.