Almennir skilmálar Nordic Training
Með áskriftarsamning í gegnum Abler samþykki ég eftirfarandi skilmála við Nordic - Training ehf. (kt. 6110192700)
- Ég er skuldbundin/nn að klára þann binditíma sem á við þann samning sem valinn er.
- Ég fullyrði samkvæmt minni bestu vitund að mér sé óhætt að stunda líkamsrækt.
- Ég geri mér grein fyrir því að ég sé á eigin ábyrgð í líkamsræktarsal.
- Ég geri mér grein fyrir því að ég sé á eigin ábyrgð á æfingum eða námskeiðum.
- Óheimilt er að framselja aðgangskóða til annars aðila en samningshafa, brot getur leitt til brottreksturs án fyrirvara sem og/eða skaðabótakröfu fyrir hvert skipti sem viðkomandi var hleypt inn án leyfis Nordic - Training ehf.
- Nordic - Training ehf. áskilur sér rétt til verðbreytinga. Samningar geta hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust með uppsagnarákvæði á fyrra verði. Greiði áskrifandi fyrsta greiðsluseðil hækkunar telst hún samþykkt af hans hálfu og uppfærðir almennir skilmálar taka gildi.
- Nordic - Training ehf. ber enga ábyrgð á meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir sem ekki verða rakin með beinum hætti til mistaka eða vanrækslu af hálfu Nordic Training ehf.
- Öll mín verðmæti eða eignir eru á eigin ábyrgð innan húsnæðis Nordic - Training ehf.
- Ég geri mér grein fyrir því að Nordic - Training ehf. er með þjálfun fyrir hóptíma og því geta salir og tæki verið frátekin á meðan þeim stendur.
- Ég geri mér grein fyrir því að Nordic - Training ehf. mun setja upp stundatöflu yfir þjálfunartíma á þeirra vegum fyrir hvern mánuð og ber virðingu fyrir því.
- Ég geri mér grein fyrir því að stundatafla hjá Nordic Training ehf. getur tekið breytingum.
- Skyldi hóptími vera í gangi er óheimilt að æfa á því svæði nema með leyfi þjálfara eða eiganda.
- Ólögleg efni eru með öllu bönnuð, verði einhver uppvís að notkun eða vörslu ólöglegra efna verður viðkomandi skilyrðislaust rekinn frá stöðinni og samningsslita. Ef sala eða dreifing ólöglegra efna fer fram innan veggja Nordic - Training ehf. verður málinu umsvifalaust vísað til lögreglu.
- Stranglega bannað er að æfa undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, slíkt mun leiða til tafarlausrar brottrekstrar og samningsslita.
- Stranglega bannað er að reykja eða veipa innan sem utan húsnæðis Nordic - Training ehf. - Brot á þessu getur leitt til brottreksturs án fyrirvara.
- Skylt er að tæma skápa í búningsklefum áður en viðkomandi yfirgefur líkamsræktarstöðina.
- Ljósmyndataka í búningsklefum er stranglega bönnuð.
- Skylt er að vera í íþróttafötum við æfingar (T.d. er ekki leyfilegt að æfa ber að ofan, í útiskóm, í sokkum eða berfætta osf.).
- Skylt er að ganga snyrtilega frá sér innan og utan húsnæðis líkamsræktarstöðvarinnar.
- Skylt er að skila lóðum og/eða búnaði á sinn upprunalega stað eftir notkun.
- Áskriftarhafi skal ávalt stimpla inn sinn persónulega aðgangskóða við komu - Þetta á við jafnvel þótt hurðin sé ólæst/opin/annar aðili opnar á undan.
- Hópa-/félagsmyndun er með öllu óheimil innan sem utan húsnæðis Nordic - Training ehf.
- Húsnæðið er undir 24/7 eftirliti í hljóð- og myndupptöku.
- Óheimilt er að mæta í stöðina með aðila sem er ekki skráður í áskrift, brot á þessu getur leitt til skaðabótakröfu á viðkomandi sem hleypir inn.
- Best er að hafa fyrirfram samband á info@nordictraining.is með nafni, kennitölu og símanúmer þess sem hefur áhuga að prófa aðstöðuna.
Til þess að segja upp áskrift skal senda tölvupóst á info@nordictraining.is
Senda skal tölvupóst fyrir 5. mánaðardag hvers mánaðar til þess að uppsagnafrestur taki strax gildi.
Skyldi tölvupóstur berast eftir 5. tekur uppsögnin ekki gildi fyrr en næstu mánaðarmót.
Almennar fyrirspurnir eða ábendingar skulu berast á tölvupóstfangið info@nordictraining.is